Skilmálar og stefnur 

 

JAFNLAUNASTEFNA

Markmið Jafnlaunastefnu Trackwell er að tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt við ákvörðun launa óháð aðildar að stéttarfélagi eða stjórnmálatengsla, aldurs, félagslegs bakgrunns, hjúskaparstöðu, kyneinkennum, kynhneigð, kyntjáningu, kynvitund, kynþætti, lífsskoðun, líkamlegra eða andlegra takmarkana, meðgöngu, trú, uppruna eða þjóðernis.

Starfsfólki skuli greidd jöfn laun og það skal njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt eða sambærileg störf. Það nær bæði til grunnlauna sem og hvers kyns annarra greiðsla. Einnig skal það njóta sambærilegra kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindaréttar og hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár. 

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Trackwell sig til þess að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi. Brugðist verður við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti. Innri úttekt á kerfinu verður gerð einu sinni á ári sem og rýni stjórnenda. Trackwell skuldbindur sig einnig til þess að fylgja öllum viðeigandi lögum, reglum og virða þau réttindi sem tekin eru fram í ráðningarsamningi.  Launagreining verður gerð einu sinni á ári þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman til að tryggja að launamunur, hvorki kynbundinn né af öðrum toga, sé ekki til staðar og niðurstaða hennar verður kynnt starfsfólki. Jafnlaunastefnan verður ávallt aðgengileg á vefsíðu Trackwell.

Jafnlaunastefna Trackwell styðst við Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 og jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012.

  

JAFNRÉTTISSTEFNA

Markmið jafnréttisstefnu Trackwell er að stuðla að jafnri stöðu starfsfólks og jöfnum tækifærum einstaklinga á sem flestum sviðum, óháð kyni, aldri eða uppruna. Stefnan miðar að það því að tryggja rétt til starfa, aðstöðu, menntunar og kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.

 

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Trackwell vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili, samkvæmt Lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (Byggt á Almennri persónuverndarreglugerð EU, GDPR).   Starfsfólk, viðskiptavinir og samstarfsaðilar eru upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur með upplýsingar.  Í þeim tilfellum sem fyrirtækið er vinnsluaðili er gerður vinnslusamningur í samræmi við persónuverndarlög.

 

ALMENNIR VIÐSKIPTASKILMÁLAR

Almennir viðskiptaskilmálar eru skilgreindir í skilmálum notkunarleyfis og þjónustulýsingu fyrir hverja vöru. Viðskiptavinir eru upplýstir um skilmála og eru þeir jafnframt aðgengilegir viðskiptavinum inn í vörum Trackwell.

 

UPPLÝSINGAÖRYGGISSTEFNA

Trackwell byggir stefnu sína um gagnaöryggi á ISO-27001 staðlinum og eru kerfi Trackwell hýst í vottuðu umhverfi. Markmið Trackwell með stefnunni er að tryggja trúnað og stöðugt aðgengi að gögnum í kerfum þeim sem Trackwell ábyrgist fyrir viðskiptavini sína, hámarka heilindi gagnavinnslunnar og tryggja endurheimt gagna og kerfa í tilfelli uppákoma. Trackwell rekur Upplýsingaöryggiskerfi sem Upplýsingaöryggisráð ber ábyrgð á.

 

 

 

  +354 5100 600

TrackWell.com

OFFICE HOURS:

Mon – Fri 9:00 – 16:00

Laugavegur 178, 105 Reykjavík