Viltu slást í hópinn?

Við erum alltaf að leita að hæfileikaríku fólki í sístækkandi teymið okkar. Endilega sæktu um ef þú hefur það sem til þarf.

Sérfræðingur í Gæðamálum

Trackwell auglýsir eftir reynslumiklum sérfræðingi til að fara fyrir gæðaprófunum og ferlum á sviði fiskveiðieftirlitskerfa (VMS). Við erum lítið en kraftmikið teymi sem vinnur að þróun tækni sem styður við betri auðlindanýtingu víða um heim.

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur jafnframt áhuga og metnað til að taka þátt í innleiðingu og þróun nýrra gæðaprófanaferla frá grunni í spennandi og lifandi vinnuumhverfi. Hér er á ferð einstakt tækifæri til að hafa mikil áhrif á fyrirtækið allt og því þarf réttur umsækjandi að vera skipulagður, metnaðarfullur í starfi, og fyrst og fremst góður í mannlegum samskiptum.

Umsækjandi mun starfa með forritunarteyminu og þarf að vera vel kunnugur nýjustu tækni á sviði gæðaprófana og ferla. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið starfsins eru:

  • Samþættingarprófanir
  • Sjálfvirkar og handvirkar prófanir
  • Sannreyning gagna
  • Notendaprófanir
  • Gerð heildstæðra prófunaráætlana

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á job@trackwell.com fyrir 7. júní.

 

 

  +354 5100 600

TrackWell.com

OFFICE HOURS:

Mon – Fri 9:00 – 16:00

Laugavegur 178, 105 Reykjavík