Viltu slást í hópinn?

Við erum alltaf að leita að hæfileikaríku fólki í sístækkandi teymið okkar. Endilega sæktu um ef þú hefur það sem til þarf.

Forritari

Trackwell leitar að forritara í teymi Fiskveiðieftirlits. Vörur okkar styðja stjórnvöld og eftirlitsaðila víða um heim við upprætingu ólöglegra veiða og við eftirlit öryggis og staðsetninga skipaflota með því að birta lykilgögn á notandavænan hátt í gegnum okkar viðmótskerfi.

Við nýtum ýmis konar tækni í okkar vöruþróun, meðal annars Java Spring, venslagagnagrunna, React, message queue ofl. Við erum alltaf opin fyrir og leitandi að nýjum aðferðum og tækni sem getur hjálpað okkur að bæta okkar vöru.

Kröfur:

  • B.Sc. í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg reynsla
  • Gagnrýnin hugsun í meðhöndlun eldri kóða
  • Reynsla af hlutbundnum forritunarmálum og gagnagrunnum
  • Reynsla af kerfisrekstri/DevOps er kostur

Trackwell er fjölskylduvænn vinnustaður með fjölbreyttu, líflegu starfsfóki og opinni starfsmenningu. Við höfum reglulegar uppákomur innan teymis og atburði hjá fyrirtækinu og trúum á gott samstarf.

Nánari upplýsingar um viðfangsefni teymisins má finna á vmsfisheries.com.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á job@trackwell.com

 

 

  +354 5100 600

TrackWell.com

OFFICE HOURS:

Mon – Fri 9:00 – 16:00

Laugavegur 178, 105 Reykjavík