Trackwell leitar að forriturum í fjölbreytt verkefni í sjávarútvegslausnum.

  • Þú þarft að geta unnið þétt með teymi sem skiptir með sér verkum í öllum lögum kerfa okkar (full stack developer).
  • Skilyrði er að umsækjendur hafi gott vald á Java og JavaScript.
  • Þú þarft að hafa a.m.k. árs starfsreynslu af forritun og menntun við hæfi. Snör vinnubrögð og sterk reynsla af vefforritun er nauðsynleg.
  • Kostur er að hafa þekkingu á tækni sem við notun eins og Spring Boot og Hibernate. Eins er kostur að viðkomandi hafi komið að viðhaldi, nýsmíði og þróun flókinna kerfa.

Nánari upplýsingar um viðfangsefni teymisins má finna á vmsfisheries.com og hafsyn.is.

Umsóknir og frekari fyrirspurnir sendist á job@trackwell.com.

Öllum verður svarað. Úrvinnsla umsókna hefst í júlí.

Glænýtt myndband frá Hafsýn

Ein af lausnum okkar hér í Trackwell er Hafsýn. Hafsýn er heildarlausn fyrir skráningar á veiðum og vinnslu um borð. Meðal viðskiptavina eru eru Grandi, Þorbjörn og Vísir. Hafsýn býður upp á lausnir á skráningu og miðlun upplýsinga fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Hafsýn...

read more