Trackwell sérhæfir sig í hugbúnaðargerð með áherslu á lausnir sem tengja saman vinnu starfsmanna og notkun tækja við starfsemi fyrirtækja og stofnanna.  Fyrirtækið var stofnað 1996 og hjá fyrirtækinu starfa 30 sérfræðingar við þróun, rekstur og þjónustu forða- og flotastýringarkerfa.

Starfsemin er samsett af tveim viðskiptaeiningum.  Forðastýringalausnir Tímon og Floti,  sem eru  í notkun hjá fjölda íslenskra fyrirtækja. Tímon heldur utan um tíma-, verk- og vaktaskráningu mannauðs en Floti til stýringar og eftirlits með bíla- og tækjaflota fyrirtækja.  Sjávarútvegslausnir fyrirtækisins eru Hafsýn og Trackwell VMS, báðar lausnirnar eru í notkun innanlands og á alþjóðavettvangi.  Hafsýn er heildarlausn fyrir skráningu  á veiðum og vinnslu fiskiskipa og nýtist bæði skipstjórnarmönnum og útgerðum, en Trackwell VMS er fiskveiðieftirlistkerfi fyrir yfirvöld og eftirlitsstofnanir.

Með kerfum Trackwell geta fyrirtæki og stofnanir nýtt sér verkferla til þess að stýra og hafa eftirlit með starfsmönnum, skipum, bifreiðum og öðrum tækjum. Með þjónustu Trackwell lækkar rekstrarkostnaður ásamt því að nýting og skilvirkni forða eykst. Hugtakið forðastýring er þýðing á Mobile Resource Management (MRM) og stendur fyrir kerfi sem innifelur verkferla til þess að hafa eftirlit með og stýra notkun forða – hver er að gera hvað á hverjum tíma, hvar og hvernig.

 

Hafsýn

Hafsýn er heildarlausn fyrir skráningar á veiðum og vinnslu um borð.Hafsýn sjávarútvegslausnir nýtast bæði skipstjórnarmönnum og útgerðum.

Trackwell VMS

Trackwell VMS fiskveiðieftirlitskerfi er fyrir yfirvöld og eftirlitsstofnanir.

Tímon

Trackwell Tímon er fjölhæft tíma-, verk- og viðveruskráningarkerfi. Með því er einfalt að ná fram yfirsýn yfir tíma, nýtingu og launakostnað. Hægt er að sníða kerfið að öllum kjara-samningum og afbrigðum þeirra

Floti

Floti til flotastýringar og eftirlits með bílaflotum fyrirtækja. Með Flota er hægt að ná betri nýtingu tækjaflotans, lækka rekstrarkostnað og bæta þjónustu og ímynd í umferðinni.

Tímon Vaktaplan – morgunverðarfundur

Við buðum notendum Tímon Vaktaplans í kaffi og bakkelsi nú í morgunsárið í tilefni af nýrri útgáfu kerfisins. Frábær mæting og góðar umræður. Við höfum undanfarið unnið að breytingum á Tímon Vaktaplani í góðu samstarfi við nokkra af viðskiptavinum okkar og er nýja...

read more

Glænýtt myndband frá Hafsýn

Ein af lausnum okkar hér í Trackwell er Hafsýn. Hafsýn er heildarlausn fyrir skráningar á veiðum og vinnslu um borð. Meðal viðskiptavina eru eru Grandi, Þorbjörn og Vísir. Hafsýn býður upp á lausnir á skráningu og miðlun upplýsinga fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Hafsýn...

read more