Við buðum notendum Tímon Vaktaplans í kaffi og bakkelsi nú í morgunsárið í tilefni af nýrri útgáfu kerfisins.

Frábær mæting og góðar umræður.

Við höfum undanfarið unnið að breytingum á Tímon Vaktaplani í góðu samstarfi við nokkra af viðskiptavinum okkar og er nýja útgáfan komin í loftið. Okkar reynsla er sú að fyrirtæki sem nýta sér Tímon Vaktaplan fá betri yfirsýn yfir vaktaskráninguna sína og skrá færri tíma umfram vinnuskyldu.

Við þökkum þeim viðskiptavinum sem tóku þátt í þessari umbótavinnu kærlega fyrir.

Nánari upplýsinga um Tímon Vaktaplan veitir Fanney, viðskiptastjóri Tímon í 5100 600. Nánari upplýsingar um kerfið má nálgast á heimasíðu Tímon, www.timon.is

Glænýtt myndband frá Hafsýn

Ein af lausnum okkar hér í Trackwell er Hafsýn. Hafsýn er heildarlausn fyrir skráningar á veiðum og vinnslu um borð. Meðal viðskiptavina eru eru Grandi, Þorbjörn og Vísir. Hafsýn býður upp á lausnir á skráningu og miðlun upplýsinga fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Hafsýn...

read more