TrackWell gerði nýlega samning við Landsamband færeyskra útgerðarmanna um að rafrænar SeaData afladagbækur yrðu settar í fiskiskipaflotann í Færeyjum.
Fyrsta hluta áætlunarinnar hefur verið hrint í framkvæmd með því að SeaData afladagbækurnar verða settar í fjögur skip í sumar. Stefnt er að því að þær verði settar í flotann í framhaldinu,“ segir Steingrímur Gunnarsson, sölustjóri sjávarútvegslausna hjá TrackWell.