Leitum að viðskiptastjóra sjávarútvegslausna

Trackwell leitar að viðskiptastjóra á sviði sjávarútvegslausna.   Starfið felst meðal annars í samskiptum við viðskiptavini og hagsmunaðila.  Stór þáttur starfsins eru sölu- og markaðsstörf á Íslandi og erlendis.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun
 • Kraftur, dugnaður, sjálfstæði, áræðni
 • Mjög góðir samskiptahæfileikar
 • Jákvæðni, góð þjónustulund og skipulagshæfileikar
 • Góð kunnátta í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
 • Kunnátta í spænsku og frönsku væri til framdráttar
 • Þekking á sviði sjávarútvegs er æskileg

Helstu verkefni

 • Viðskipta- og sölustjórnun (key account management).
 • Markaðsgreining og leit að tækifærum og tengiliðum hjá tilvonandi viðskiptavinum (target listi).
 • Útsendingar bréfa og kynningarefnis til viðskiptavina.
 • Eftirfylgni með símtölum, fundum og öðrum samskiptum.
 • Þátttaka í fundum og ráðstefnum, hérlendis og erlendis.
 • Þátttaka í gerð tilboða.
 • Þátttaka í gerð frétta, greina, efnis á heimasíðu og annars kynningarefnis.
 • Þátttaka í uppfærslu handbóka um kerfið (notendahandbækur fyrir viðskiptavini).
 • Ýmis önnur tilfallandi verkefni tengd sölu, markaðsstarfi og ráðgjöf við viðskipatvini.

Sjávarútvegslausnir  Trackwell byggja á tveimur vörulínum

Trackwell VMS

Fiskveiðieftirlitskerfi  (Vessel Monitoring System eða VMS) sem notað er af Landhelgisgæslum, fiskveiðiyfirvöldum og eftirlitsstofnunum á Íslandi og erlendis.  Fiskveiðieftirlitskerfi eru orðin lögbundin víða um heim.  Einstök ríki bjóða gjarnan út slík kerfi á 5-7 ára fresti svo markaðurinn tæmist í raun aldrei.  Trackwell býður slíkar lausnir hýstar í skýji, á mjög samkeppnishæfu verði.

Trackwell ERS

Afla- og afurðarskráningakerfi fyrir skip og útgerðir samanstendur af rafrænni afladagbók og viðbótarkerfinu Afurðastjóranum.  Afladagbók er lögbundin víða um heim og sendir upplýsingar um afla til fiskveiðiyfirvalda (t.d. TW-VMS).  Afurðastjórinn er ætlaður útgerðum og skipstjórnarmönnum og bætir hann verulega við skráðar upplýsingar um afla og veiðar.  Kerfið samanstendur af skipakerfi og veflausn sem veitir aðgang að gögnum og upplýsingum.  Trackwell hefur þegar náð nokkrum árangri með sölu á þessum kerfum í Noregi og Kanada og hyggst stórauka sókn með þessar vörur á erlenda markaði.  Flest íslensk fiskveiðiskip eru þegar með rafræna afladagbók frá Trackwell og nokkrar útgerðir eru komnar með viðbótarkerfið Afurðastjórann.

 

Nánari upplýsingar gefur Kolbeinn Gunnarsson  í síma 5100600.

Umsóknir sendist á job@trackwell.com

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember

 

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Baffin Fisheries með Hafsýn

Hafsýn afla- og framleiðsluskráningarkerfi var nýlega sett upp um borð í kanadíska frystiskipinu MV Sivulliq sem er í eigu Baffin Fisheries. Hafsýn lausnin einfaldar skráningu um borð og gerir stjórnendum í landi kleift að fylgjast með veiðum og vinnslu um borð. Kanadísk fiskveiðiyfirvöld hafa gefið út að árið 2019... Lesa meira

Leitum að DevOps sérfræðingi

Trackwell leitar að forritara með djúpa Linux kerfisþekkingu sem nýtist við að skipuleggja og vinna að uppbyggingu vefkerfa fyrirtækisins, ásamt greiningu og lausn á hraða- og álagsvandamálum. Þú þarft að geta unnið þétt með teymi sem skiptir með sér forritunarverkefnum þar sem þitt hlutverk verður að tryggja virkni neðsta... Lesa meira

Velkomin á Hafsýnar básinn í Smáranum

Trackwell mun kynna Hafsýn á íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum 13.-15. september. Á sýningunni verður megináhersla lögð á að kynna nýjungar í Hafsýn sem nýtast skipstjórnendum. Í kerfinu er hægt að fletta upp eldri veiðiferðum og skoða upplýsingar um afla úr köstum, auk gæða og meðalstærð fisks. Einnig er hægt... Lesa meira