17. maí 2013



by admin | maí 17, 2013 | news-flotiis, news-maritimeis, news-timonis, newsis
Róðrarkapparnir Einar Örn Sigurdórsson, Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og Swanur Wilcox lögðu af stað í dag, 17. maí frá Kristiansand í Noregi en það er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Þaðan sigla þeir til Orkneyja og síðan áleiðis til Færeyja og þaðan til Íslands. Þeir áætla að verða komnir til Íslands í lok júlí á þessu ári. En þessi leið hefur aldrei verið róin áður svo vitað sé. Þeir munu nota sérstakan úthafsróðrabát til að róa yfir Norður-Atlantshafið. Vaktstöð Siglinga, mun fylgjast með ferðinni og mun nota til þess ferilvöktunarbúnað frá Trackwell, sem settur er upp í bátnum og tengdur við Vaktstöðina. Fylgjast má með för þeirra á Facebook síðu þeirra North Atlantic Row ásamt heimasíðunni þeirra. Einnig er hér kort sem sýnir staðsetninguna....
02. maí 2013

by admin | maí 2, 2013 | news-timonis, newsis
Á ársfundi Íslandsstofu, þann 30. apríl síðastliðinn var meðal annars útskrift þátttakenda í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH), þar sem fyrirtæki vinna að markaðsáætlun til að ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði. Verkefnið hefur verið haldið árlega í 23 ár og hafa mörg af öflugustu útflutningsfyrirtækjum landsins tekið þátt í því. Þetta árið var Trackwell eitt af níu fyrirtækjum sem tóku þátt. Að vanda voru veitt verðlaun fyrir þá markaðsáætlun sem þótti bera af, en að þessu sinni hlaut Trackwell þau verðlaun, fyrir markaðsetningu erlendis á tímaskráningarkerfinu Tímon. Þórunn Sigfúsdóttir, yfirmaður mannauðslausna, var fulltrúi Trackwell í verkefninu og veitti verðlaununum...
11. apríl 2013



by admin | apr 11, 2013 | news-flotiis, news-maritimeis, news-timonis, newsis
Fjórir íslendingar munu fyrstir manna róa milli Noregs og Íslands í sumar. Það eru þeir Eyþór Eðvarðsson, Einar Örn Sigurdórsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox. Þeir munu nota sérstakan úthafsróðrabát til að róa yfir Norður-Atlantshafið. Vaktstöð Siglinga, staðfest í Skógarhlíð í Reykjavík, mun fylgjast með ferðinni og mun nota til þess ferilvöktunarbúnað frá Trackwell, sem settur er upp í bátnum og tengdur við Vaktstöðina. Þeir munu hefja ferðina í Kristiansand í Noregi þann 17. maí næstkomandi, en það er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Þaðan sigla þeir til Orkneyja og síðan áleiðis til Færeyja og þaðan til Íslands. Þeir áætla að verða komnir til Íslands í lok júlí á þessu ári. Saga Film hefur hafið tökur á heimildarmynd um...
07. febrúar 2013



by admin | feb 7, 2013 | news-flotiis, news-maritimeis, news-timonis, newsis
Trackwell tekur þátt í UT Messunni í Hörpu dagana 8.-9. febrúar. Tilgangur UT Messunnar er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar og áhrifum hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag. Markmiðið er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum landsins. Einnig er markmiðið að vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs. Kíktu við á básinn...
20. desember 2012



by admin | des 20, 2012 | news-flotiis, news-maritimeis, news-timonis, newsis
Starfsfólk Trackwell óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Jólastyrkur Trackwell rennur í ár til Vökudeildar Barnaspítala...
10. nóvember 2012



by admin | nóv 10, 2012 | news-flotiis, news-maritimeis, news-timonis, newsis
Viltu fjölbreytt forritunarverkefni? Við notum m.a. Python, Java, C/C++, C#, MSSQL,Oracle, GNU/Linux, Windows, Android, iOS, Django, Spring, .NET, REST, WSDL, RabbitMQ og Asterisk. Við leitum að forriturum sem eru áhugasamir um nýja tækni og tilbúnir að tileinka sér hana. Gæti það verið þú? Við getum boðið þér skemmtilegan, fjölbreyttan og fjölskylduvænan vinnustað þar sem möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma. Kerfi Trackwell eru notuð af nærri 40 þúsund notendum hjá yfir 500 fyrirtækjum þar sem fylgst er með yfir 20 þúsund farartækjum. Unnið er úr 4 milljónum staðsetninga og yfir 100 þúsund handskráningum daglega. Og við erum rétt að byrja á okkar útrás! Umsóknir sendist á job@trackwell.is fyrir 19. nóvember. Nánari upplýsingar gefur Lára Janusdóttir í síma 5100600. Fylgstu með okkur...