Ný Tímon stimpilklukka – fingrafaraskanni

Einn af lykilkostum Tímon tímaskráningarkerfisins eru fjölbreyttir möguleikar til tíma-, verk- og viðveruskráningar.  Nýverið hafa bæst við tvær nýjar innskráningarleiðir.

Fingrafara stimpilklukka
Fingrafaraskanni sem kemur í veg fyrir að annar er réttur aðili geti stimplað sig inn (e: buddy punching).     „Innleiðing og notkun á Tímon með fingraskráningu hefur reynst mjög vel og hefur rekstur hennar verið hnökralaus“.  Segir Herwig Syen mannauðsstjóri FoodCo hf. þar sem tæplega 500 starfsmenn skrá sig til og frá vinnu um fingraskanna á 19 mismunandi stöðum.

Simpilklukka fingraskanni

Ný Tímon stimpilklukka

Fingraskanni: ný gerð af stimpiklukku á sérstöku kynningarverði 35.000 kr. (án vsk)  til apríl loka.

Rauntíma verkskráning
Með nýrri uppfærslu á Windows Broskarli og snjallsíma aðgangi gefst nú verkskráningarnotendum möguleiki á að klukka inn á verk.  Virkni hentar vel þeim aðilum sem vilja skrá verkskráningar í rauntíma.  Kostnaður er enginn þar sem notaður er búnaður notenda.

verkskráning

Ný verkskráning, verk-klukka

Rauntíma verkskráning: Nú er hægt að klukka sig inn á verk bæði með snjallsíma og í tölvu

Hér má sjá nánar valkosti í skráningarleiðum

 

 


100% rafhlöðuknúin staðsetningavöktun

Nýtt rafhlöðuknúið GPS tæki

Nýtt rafhlöðuknúið GPS tæki

Í lok síðasta árs kynnti Trackwell nýja vöktunarþjónustu fyrir búnað og tæki sem ekki hafa aflgjafa. Staðsetningarbúnaður sem er frá Dönskum samstarfsaðila Trackwell er byltingarkenndur að því leiti að rafhlaðan dugir í 10-12 ár.  Þá eru tækin vatns- og höggheld (IP69).   Þjónustan hentar vel  þeim aðilum sem vilja vakta búnað eins og kerrur, flutningsgrindur, gáma o.sfrv.

Nú í febrúar tók Skeljungur hf. ákvörðun um innleiðingu á slíkri vöktunarþjónustu.   Skeljungur hyggst nota þjónustuna til þess að hafa umsjón með olíukálfum og auka þannig yfirsýn yfir notkun þeirra og um leið lækka umsýslukostnað.

Við óskum Skeljungi til hamingju með nýju tækin og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.


Tilkynning um bætt öryggi

 

Sem liður í hertum öryggiskröfum verða frá og með 8. febrúar allir Tímon vefir með dulkóðuð samskipti yfir SSL staðal (HTTPS). Þetta mun ekki hafa áhrif á ykkar aðgengi; núverandi slóðir munu virka áfram og verður sjálfvirkt framvísað á nýja slóð.

Fyrir þann tíma verða allir sem nota Broskarl útgáfu 4.x eða eldri að uppfæra hjá sér í útgáfu 5.0 eða nýrri.  Nýjan Broskarl er hægt að nálgast hér:   http://www.timon.is/timon_broskarl_5.zip  
Til þess að sjá útgáfunúmer broskarls er hægri-smellt á broskarl og farið í Um valmynd.

Það sem mun einnig breytast við þessa öryggisherslu:

  • Tímon mun hætta að styðja við sjálfgefin lykilorð. Þetta þýðir að þegar nýjir starfsmenn eru stofnaðir í Tímon þá nægir að setja inn netfang og munu starfsmenn geta sótt sér eigið lykilorð.  Þetta mun ekki hafa áhrif á lykilorð þeirra starfsmanna sem hafa nú þegar aðgang að Tímon.
  • Kerfisstjórar munu áfram stjórna aðgengi starfsmanna að Tímon og geta lokað alfarið fyrir aðgang þeirra.
  • Hér eru nánari leiðbeiningar (spurningar/svör).

Vantar þig frekari aðstoð?   Hafðu samband í 5100-600 eða á timon@trackwell.com

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um Tímon


Afladagbækur veita verðmæta yfirsýn

Grein úr Morgunblaðinu 23.október 2014:

„Trackwell þjónustar langflest útgerðarfyrirtæki á Íslandi með hugbúnaðarlausnum sem skila þeim aukinni hagræðingu og yfirsýn þannig að þau geti skipulagt reksturinn betur en ella. Félagið hefur tvöfaldað umsvif sín í lausnum byggðum á rafrænum afladagbókum á síðustu tveimur árum.

„Við veitum útgerðum yfirsýn yfir veiðiferðir og bjóðum upp á rekjanleika sjávarafurða frá veiðislóðum og inn í vinnslu eða á markaði,“ segir Steingrímur Gunnarsson, sölustjóri Trackwell. Fyrirtækið hefur um árabil boðið upp á hugbúnaðarlausnir fyrir sjávarútveginn sem byggjast á rafrænum afladagbókum.

Öllum íslenskum fiskiskipum með kvóta, sem eru um 300 talsins, er skylt að nota rafræna afladagbók til þess að miðla upplýsingum til Fiskistofu. Í þeim tilgangi hefur útgerðum verið afhent afladagbók sem Trackwell vann fyrir Fiskistofu.

Í afladagbókina eru skráðar staðsetningar kasta, afli, fisktegundir og fleira. „Útgerðirnar geta svo keypt viðbótarútgáfu sem kallast Trackwell Maritime. Hún gefur þeim aðgang að gögnum um eigin skip sem þau geta nýtt til þess að hafa aukna yfirsýn og skipuleggja frekari ráðstöfun á afla. Í Maritime-útgáfunni eru staðsetningar og aðrir þættir skráðir sjálfkrafa í kerfið og hægt er að skoða sögu fyrri veiðiferða í sérstökum skýrslum. Gögnin koma jafnóðum í land og notendur geta skoðað þau í gegnum vefviðmót sem varið er með notandanafni og lykilorði,“ segir Steingrímur.

Einnig er hægt að fá smáforrit fyrir snjallsíma. „Með einum smelli má sjá staðsetningar skipanna og afla um borð. Aðgangur að gögnunum er svo geymdur í símanum.“

morgunbladid23okt

Aukin hagræðing og yfirsýn

Trackwell býður einnig upp á viðbót við Maritime-lausnina sem ber heitið Afurðarstjóri. „Afurðarstjórinn heldur utan um skráningar á körum eða kössum og hentar fyrir ísfiskskip, uppsjávarskip og vinnsluskip,“ segir Steingrímur.

„Einnig er haldið utan um viðbótarþætti eins og verð, stærðarflokka og vinnslugerðir, auk gæðaþátta eins og átuhlutfalls í uppsjávarfiski, hitastigs og fleira sem nýtist við ákvörðun um frekari vinnslu.“

Afurðarstjórinn sækir gögn frá afladagbókinni um borð í skipinu og tengir þær upplýsingar við afurðarskráningarnar.

„Framleiðslustjóri í landi fær yfirlit um áætlað löndunarmagn, gæði og skiptingu niður á veiðidaga. Þannig er hægt að ákveða

fyrr á hvaða markaði aflinn nýtist best. Þeir viðskiptavinir sem hafa innleitt kerfið að fullu hafa séð mikla hagræðingu við aukna yfirsýn og samtengingu upplýsinga,“ útskýrir Steingrímur.

Langflestar stærri útgerðir á Íslandi eru í viðskiptum við Trackwell. Steingrímur áætlar að 80% af stærri útgerðum á Íslandi nýti sér lausnir félagsins. Þá er Trackwell með um 90 viðskiptavini í Noregi og nokkra í Kanada og á Grænlandi.

Að sögn Steingríms hefur verið mikill vöxtur í sölu Maritime-sjávarútvegslausna frá Trackwell. „Við höfum tvöfaldað umsvif okkar í lausnum byggðum á afladagbókum á síðustu tveimur árum.“

Rekjanleiki eykur verðmæti

Lausnirnar gera mönnum kleift að auka rekjanleika fisks. „Framleiðendur geta notað okkar kerfi til að fá QR-kóða sem inniheldur upplýsingar um vöruna og senda með henni,“ segir Steingrímur. „Ef fiskurinn er seldur beint á markaði erlendis

er hægt að prenta út QR-kóða og senda með honum. Kaupendur geta skannað kóðann með snjallsíma og fengið upplýsingar um fiskinn og séð á korti hvar hann var veiddur. Fari fiskurinn beint á veitingastaði er hægt að setja QR-kóðann á matseðil dagsins. Þá getur veitingahússgestur séð hvar fiskurinn var veiddur og á hvaða bát, á meðan hann bíður eftir matnum.“ Dæmi um slíka lausn er kerfi sem Trackwell þróaði fyrir fyrirtækið Icelandic Fish Export sem heldur utan um allar upplýsingar tengdar framleiðsluferli fisks. Icelandic Fish Export vinnur nú að tæknilausn sem miðlar upplýsingunum til neytenda. Steingrímur segir rekjanleika auka verðmæti og seljanleika vöru á ákveðnum mörkuðum. „Meðvitund um sjálfbærni í sjávarútvegi er að aukast hjá neytendum í Evrópu og Bandaríkjunum. Með bættum upplýsingum geta neytendur fengið fullvissu um að varan sem þeir kaupa uppfylli öll skilyrði um ferskleika og sjálfbærni.“ Hann bendir á að vottunaraðilar geri sífellt meiri kröfur til fyrirtækja í matvælaiðnaðinum.

Tvö spennandi verkefni í þróun

Að sögn Steingríms vinnur Trackwell að tveimur nýjum spennandi verkefnum á þessu sviði. Annað þeirra er unnið í samstarfi við sprotafyrirtækið Marsýn sem sérhæfir sig í að hanna og byggja spálíkan sem lýsir ástandi sjávar í kringum Ísland. „Spálíkanið getur sagt fyrir um sjávarhita, strauma, seltu, ölduhæð og fleiri þætti þrjá til fimm daga fram í tímann. Þessir þættir hafa áhrif á hvar fiskurinn heldur sig og því getur þetta sparað mikið við leit. Viðskiptavinir okkar geta nýtt þessar spár og borið saman við eigin veiðar og fyrri sögu,“ segir Steingrímur.

Hitt verkefnið er unnið í samstarfi við Tækniþróunarsjóð, AVS og nokkrar útgerðir. Það ber vinnuheitið „Framlegðarstjórinn“ og gengur út að meta framlegð veiða meðan á þeim stendur. Hluti þess varðar olíunotkun skipa. „Viðskiptavinir geta fylgst með olíukostnaði, nánast í rauntíma. Með því að tengja olíunotkun við úthaldið má bera saman meðalolíunotkun í mismunandi veiðiferðum og tengja við siglda vegalengd, hraða, veiðarfæri, afla og togtíma,“ segir Steingrímur að lokum.

Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is

 


Samstarf milli Trackwell og Marsýn

MarsýnTrackwell  og sprotafyrirtækið Marsýn hafa hafið samstarf um birtingu spágagna fyrir ýmsa þætti sjávar, svo sem hita, seltu, ölduhæð, áhlaðanda og sjávarstrauma.

Marsýn sérhæfir sig í að hanna og byggja spálíkön er lýsa flæði sjávar sem og öðrum þáttum. Gögnin byggja á þrívíddar straumalíkaninu CODE, sem hefur verið mörg ár í þróun við Háskóla Íslands. Nú er unnið að samtengingu spálíkans við veiðisögu útgerðanna, sem gefur möguleika á enn nákvæmari upplýsingum.

Viðskiptavinir Trackwell munu geta fengið aðgang að þessum upplýsingum í gegnum Maritime vefviðmót og séð spár um ástand sjávar sem gefur vísbendingar um útbreiðslu fiskistofna og er þá einkum horft til uppsjávarfisks.

Marsýn 2 Marsýn 1

 

 

 

 


Trackwell með erindi á hafráðstefnu Google

 

Trackwell var boðið að halda erindi á hafráðstefnu Google sem var haldin dagana 23.-24. apríl síðastliðinn í höfuðstöðvum Google í Kaliforníu. Helstu mál sem fjallað var um á ráðstefnunni var verndun auðlinda hafsins, nýting á upplýsingatækni  auka eftirlit meðveiðum og koma í veg fyrir ólöglegar veiðar.

Einnig var markmið ráðstefnunnar að ræða hvernig stuðla megi að aukinni samvinnu stjórnvalda, atvinnulífs og almennings í þágu verndunar hafsins, bæði innan og utan efnahagslögsögu einstakra ríkja.

Google visitTrackwell fjallaði um hlutverk þeirra í vöktun og eftirlit á Norður-Atlandshafi
Kolbeinn Gunnarsson, forstöðumaður Trackwell Maritime ræddi um hvernig Trackwell hefur gegnt mikilvægu hlutverki í vöktun og eftirliti á Norður-Atlandshafi frá 1996 og fór í gegnum tæknilegar áskoranir sem eru þar.

Forseti Íslands var meðal fyrirlesara
Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni voru forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, fulltrúar frá bandaríska sjóhernum, bandarísku strandgæslunni, Standford háskóla, UCLA, NASA, ýmsum umhverfis stofnunum ásamt lykilstjórnendum frá Google.

Nánari upplýsingar veitir Kolbeinn Gunnarsson, forstöðumaður Trackwell Maritime, kolbeinn@trackwell.com, sími: 860 0604.


Farsælt samstarf Trackwell og Matís

MatísTrackwell og Matís eiga að baki langt og farsælt samstarf og eru verkefni eins og FramlegðarstjórinnAfurðastjórinn og FisHmark dæmi um farsæl samstarfsverkefni fyrirtækjanna tveggja. Á Nýsköpunartorgi Samtaka Iðnaðarins, sem haldið var 23. og 24. maí sl., skrifuðu Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, undir viljayfirlýsingu um enn nánara samstart.

Í ofangreindum verkefnum, og fleirum til, hefur Tækniþróunarsjóður Rannís komið að fjármögnun og veitt verkefnunum fjárhagslegt brautargengi ásamt AVS sjóðnum.

Lykilafurð samstarfs fyrirtækjanna er og hefur verið aflaskráningarkerfi sem íslensk og erlend sjávarútvegsfyrirtæki nýta sér til aukinnar verðmætasköpunar, bættrar nýtingar og lágmörkunar umhverfisáhrifa af veiðum.

Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís skrifa undir viljayfirlýsinguna.

Ljóst er að þau verkefni sem TrackWell og Matís hafa unnið í sameiningu hafa skilað sjávarútvegsfyrirtækjum auknu gagnagegnsæi og þar með auðveldað stýringu veiða og vinnslu. Mikilvægt er að nýta þau gögn sem verða til í virðiskeðjunni á kerfisbundinn hátt til að hámarka framlegð og arðsemi greinarinnar í heild sinni.

Trackwell og Matís eru ánægð með núverandi samstarf, afurðir þess og tækifærin sem skapast hafa þegar tveir öflugir aðilar vinna saman. Ætlunin er að auka enn frekar samstarfið og mun aukin áhersla verða lögð á markaðsmál þar sem báðir aðilar tryggja að mikilvægi hvors annars í sameiginlegum verkefnum sé sýnilegt.

Nánari upplýsingar veitir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell.


Tímon Molar: Veistu hvað Mínir listar eru?

Mínir listarAuðvelt aðgengi að sérvöldum starfsmönnum.

Með mínum listum er hægt að búa til sína eigin lista með starfsmönnum úr mismunandi hópum.  Sjá sýnikennslu!

Þannig er hægt að raða starfsmönnum eftir ákveðinni hæfni eða sérstök teymi og hægt að nálgast hópinn úr viðverukerfi, fjarvistaryfirliti eða við yfirferð skráninga.

Sjá fleiri Tímon mola hér


Trackwell verður á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Eins og undanfarin ár mun Trackwell taka þátt í sjávarútvegssýningunni Seafood Processing Global í Brussel, dagana 6.- 8. maí næstkomandi. Sýningin hét áður Seafood Processing Europe. Þetta er stæðsta sjávarútvegssýningin á markaðnum í dag, þar sem um 25.000 kaupendur og seljendur koma saman. Þátttakendur koma saman frá 145 ríkjum heims til að eiga viðskipti á þessari sýningu.

Verið velkomin á básinn okkar sem er nr. 6127 í höll 4 þar sem við munum kynna ýmsar nýjungar í sjávarútvegslausnum.